Tryggvi Snær Hlinason og lið Casademont Zaragoza lagði Gran Canaria í úrslitakeppni spænsku ACB deildarinnar fyrr í kvöld, 85:76

Sigurinn var sá fyrsti sem að liðið vinnur eftir að leikar voru aftur settir af stað á Spáni, en fram að honum höfðu þeir tapað þremur leikjum í röð og sitja sem stendur í neðsta sæti b riðils úrslitakeppninnar.

Á 14 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Tryggvi fínu framlagi, skoraði 8 stig og tók 4 fráköst.