Sveinn Búi Birgisson og Gunnar Steinþórsson hafa samið við Selfoss Körfu um að leika með liðinu á komaandi tímabili í fyrstu deild karla.

Báðir koma þeir frá KR og eru 18 ára. Með körfuboltanum munu þeir einnig stunda nám við Fjölbrautarskóla Suðurlands.

Báðir hafa þeir verið hlutar af yngri landsliðum Íslands og mun Sveinn Búi vera með undir 18 ára liðinu sem leikur á Norðurlandamóti seinna í sumar.