Snæfell samdi við þrjá leikmenn

Snæfell framlengdi á dögunum saamninga við nokkra yngri og efnilegri leikmenn félagsins.

Kvennalið þeirra, sem leikur í Dominosdeild kvenna, framlengdi samningum við þær Tinnu Guðrúnu Alexandersdóttur og Dagný Ingu Magnúsdóttur.

Þá framlengdi lið karla, sem leikur í fyrstu deildinni, einnig samning við Eirík Már Sævarsson.