Æfingar í sumarnámskeiðum UMFN hefjast á mánudaginn 8.júní. Æft verður mikið í sumar og verður í fyrsta skipti æft alla sumarmánuðina. Skipt verður æfingunum uppí þrjú námskeið , eitt í hverjum mánuði.

Æfingar verða fyrir iðkendur fædda 2003-2012. Við fáum atvinnumanninn og leikmann íslenska landsliðsins Elvar Friðriksson til að þjálfa aftur hjá okkur, hann sá um mikið af æfingunu síðasta sumar við miklar vinsældir.

Elvar Friðriksson mun þjálfa hópana fædda 2007-2012 og Adam Eiður Ásgeirsson sem lék í bandaríska háskólaboltanum í vetur mun þjálfa elsta hópinn ( 2003-2006), einnig munu margir aðstoðarþjálfara aðstoða við æfingarnar.

Hérna er meira um sumarnámskeiðin