Sjö leikmenn skrifuðu undir hjá ÍR í dag. Það eru þær Arndís Þóra Þórisdóttir, Kristín Rós Sigurðardóttir, Rannveig Bára Bjarnadóttir, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir, Sólrún Sæmundsdóttir og Særós Gunnlaugsdóttir, sem allar spiluðu fyrir ÍR í fyrra, og Þórunn Birta Þórðardóttir sem kemur frá Skallagrími.

Þær munu taka slaginn með nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna, Ísaki Mána Wíum, og aðstoðarþjálfara hans, Birgis Lúðvíkssonar. Á næsta tímabili verða níu lið að keppa í 1. deild kvenna.

Karfan náði tali af Sólrúnu, Birtu og þjálfara þeirra, Ísaki Mána Wíum, við tækifærið.