Valur hefur samið við framherjann Sinisai Bilic um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.

Bilic lék sitt fyrsta tímabil á Íslandi á því síðasta með Tindastól. Þar skilaði hann 20 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í 20 leikjum fyrir félagið.