Leikmenn NBA deildarinnar fá mögulega að breyta um nafn eða skilaboð á keppnistreyjum sínum þegar að deildin rúllar aftur af stað í lok júlí. Þetta staðfestir Shams Charania á The Athletic.

Upphaflegu hugmyndina átti WNBA leikmaður Las Vegas Aces, Angel McCoughtry, sem lagði til að leyft væri að leikmenn settu nöfn fórnarlamba lögreglunnar aftan á búninga sína til þess að sýna samstöðu.

Samkvæmt Charania munu leikmannasamtök NBA deildarinnar hafa sent frá sína útfærslu í gærkvöldi og munu þau bæði vera að vinna með forráðamönnum deildarinnar, sem og Nike að útfærslunni

Einhverjir leikmenn NBA deildarinnar hafa haft áhyggjur af áframhaldi deildarinnar í ljósi stöðunnar í Bandaríkjunum, þar sem þeir vildu ekki afvegleiða þau háværu mótmæli sem eiga sér stað þar þessa dagana gegn kerfisbundnum rasisma og grimmd lögreglunnar.