Gatorade búðirnar voru haldnar 19. árið í röð á dögunum í Origo Höllinni í Reykjavík. Kom þar saman fjöldinn allur af börnum og unglingum til æfinga í fjóra daga á þeim fjölmörgu völlum sem svæðið býður upp á. Ásamt stofnanda og yfirþjálfara búðanna, Ágústi Björgvinssyni, var þar á annan tug þjálfara allstaðar af úr heiminum til að miðla þekkingu sinni til leikmanna.

Karfan kíkti við á lokadegi búðanna og náði tali af Ágústi, sem og nokkrum af krökkunum í búðunum.