Stjarnan hefur samið við Mirza Sarajlija um að leika með liðinu áa komandi tímabili í Dominos deild karla. Samkvæmt fréttatilkynningu Stjörnunnar mun leikmaðurinn fylla það skarð sem Nick Tomsick skildi eftir í liðinu þegar að hann ákvað að kveðja félagið fyrir Tindastól nú í vor.

Sarajlija er 29 ára gamall, 185cm skotbakvörður frá Slóveníu sem síðast lék í næst efstu deildinni í Rússlandi, en áður hefur hann leikið í Króatíu, Albaníu, Svartfjallalandi, Bosníu, Serbíu, Georgíu og heimalandinu Slóveníu.