ÍR hefur gengið frá ráðningu á Kristjönu Eir Jónsdóttur sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla, en Borche Ilievski er enn þjálfari liðsins. Kristjana mun einnig þjálfa drengjaflokk félagsins.

Kristjana er einn af efnilegri þjálfurum landsins, sem hingað til hefur þjálfað fyrir uppeldisfélag sitt í Keflavík, sem og yngri landslið Íslands.