Stjarnan mun á komandi tímabili tefla fram meistarflokk kvenna á nýjan leik eftir árs fjarveru. Mun liðið taka sæti, ásamt átta öðrum í fyrstu deild kvenna.

Fimm leikmenn sömdu við liðið í gær. Þær Alexandra Eva Sverrisdóttir, sem kemur frá KR og þær Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir, Rebekka Rut Hjálmarsdóttir, Bergdís Valdimarsdóttir og Kristína Katrín Þórsdóttir, sem allar eru uppaldir leikmenn Stjörnunnar.

Karfan spjallaði við Kristínu Katrínu við tækifærið.