Landsliðsleikstjórnendurnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Elvar Már Friðriksson munu í sumar starfrækja körfuboltabúðir fyrir leikmenn fædda 2004 til 2011.

Í búðunum verður lögð áhersla á boltatækni, skottækni, fótavinnu, styrk, leikskilning og margt fleira, en ásamt Herði og Elvari verða þar aðrir mætir þjálfarar líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Allar frekari upplýsingar um skráningu og fyrirkomulag er að finna hér fyrir neðan.