Skotbakvörðurinn JR Smith mun að öllum líkindum semja við Los Angeles Lakers út 2019-20 tímabilið samkvæmt Marc Stein á New York Times.

Smith var leystur undan samningi hjá Cleveland Cavaliers í júlí 2019 og hefur ekki leikið síðan, en hann hafði verið með þeim í fimm tímabil.

NBA deildin tilkynnti á dögunum að leikmannahópar liðanna yrðu stækkaðir úr 15 í 17 leikmenn áður en lokasprettur þess hæfist þann 30. júlí næstkomandi og er það talin ein helsta ástæða þess að Lakers vilji bæta honum við.

Smith, sem er 34 ára gamall, skilaði 7 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir Cavaliers tímabilið 2018-19.

Með honum eru Lakers taldir fá mikla reynslu í sínar raðir, en Smith er á sínu 17. ári í deildinni, sem og er þar á ferðinni fyrrum liðsfélagi LeBron James, sem meðal annars vann titil með honum tímabilið 2015-16.