Snæfell hefur samið við Bandaríska leikmanninn Haiden Palmer um að leika með liðinu á komandi tímabili. Haiden þekkir vel til Snæfells en hún lék með liðinu tímabilið 2015-2016 þar sem Snæfell varð Íslands- og bikarmeistari. Á því tímabili skilaði hún 26 stigum, 11 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik

Haiden spilaði á síðasta tímabili með Tapiolan Honka í Finnlandi, þar sem hún skilaði 20 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik.