Á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17. júní síðastliðin hlutu 14 einstaklingar heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Einn af þessum einstaklinum var Einar Bollason fyrrverandi formaður KKÍ, leikmaður, þjálfari og margt fleira.

Einar hlaut orðuna fyrir framlag sitt til íþrótta og störf til ferðaþjónustu.

Einar Bollason varð sex sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður og fjórum sinnum sem þjálfari. Þá varð hann tólf sinnum bikarmeistari sem þjálfari og leikmaður. Árið 2000 var Einar valinn þjálfari 20. aldarinnar. Einnig þjálfaði Einar landslið Íslands um tíma og var formaður KKÍ, sat í nefndum á vegum sambandsins og svo margt fleira.

Hann hefur einnig verið þekktur fyrir lýsingar sínar á körfuboltaleikjum og þá sérstaklega NBA deildinni þegar hún var fyrst sýnd hér á landi.

Ljóst er að Einar Bollason er vel að þessari viðurkenningu kominn. Karfan óskar honum til hamingju á sama tíma og við þökkum fyrir framlagið til íþróttarinnar sem við elskum öll.

Mynd af Facebook síðu KKÍ.