Fjölnir hefur samið við bandaríska bakvörðinn CJ Carr um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Carr er 24 ára gamall og 173 cm. Eftir að leikmaðurinn lauk háskólaferil sínum með Missouri Southern árið 2018 hefur hann bæði verið á mála hjá liðum í þróunardeild NBA deildarinnar, sem og leikið í neðri deildum Þýskalands.