Vefréttin fékk Davíð Eld og Hörð Unnsteinsson til sín í stúdíó Hljómskálann. 

Fyrst fóru þeir yfir hvað gerist þegar NBA deildin fer aftur af stað í lok júlí. 

Þá mætti Véfréttin með topp 10 lista af leikmönnum sem græða mest á titli og Sá Eldfimi og Hörður rifu hann í sig. Allir þó sammála um toppsætið. 

Þá óðu strákarnir í tímabilið 95-96. Tóku nýliðavalið í gegn og völdu rétt. Alls konar menn en augljóst hver átti að vera nr. 1. Svo tóku þeir fyrir 2011-2012 tímabilið með nýliðavalinu og öllu tilheyrandi. Hörður er enn að rífast við véfréttina um Klay vs. Jimmy.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.