Þrír leikmenn skrifuðu undir hjá Álftanesi í dag. Það eru þeir Róbert Sigurðsson sem kemur frá Fjölni, Trausti Eiríksson sem kemur frá ÍR og Vilhjálmur Kári Jensson sem spilaði fyrir Álftanes í fyrra.

Álftanes var fyrir skemmstu að skrifa undir við tvo aðra leikmenn þannig að það hlýtur að vera nokkuð ljóst að liðið ætlar sér meira en að vera bara með í 1. deildar slagnum á næsta ári.

Leikmennirnir að skrifa undir á veitingastaðnum Sjáland / Matur og Veisla fyrr í dag

Karfan náði tali af Robba, Trausta og Villa ásamt þjálfara þeirra, Hrafni Kristjánssyni, við tækifærið.