Ágúst Björgvinsson hefur tekið við sem yfirþjálfari körfuboltabúða Vestra. Ágúst er meðal reyndari körfuboltaþjálfara landsins. Hann er yfirþjálfari yngri flokka Vals og stýrði meistaraflokki karla félagsins á síðustu leiktíð. Þá er hann aðalþjálfari U20 ára landsliðs karla og var áður þjálfari U16 karla. Auk þess stýrir Ágúst þjálfaramenntun á vegum KKÍ.

Um langt árabil hefur Ágúst sjálfur staðið fyrir öflugum körfuboltabúðum, Gatorade-búðunum, sem nýverið fóru fram á Hlíðarenda. Hann hefur einnig þjálfað í erlendum körfuboltabúðum, einkum í Bandaríkjunum.
Endanlegur listi yfir þjálfara Vestrabúðanna 2020 liggur senn fyrir en vegna Covid-19 og frestunar búðanna tók hópurinn smávegis breytingum. Listinn verður kynntur í næstu viku.