Leikmaður Atlanta Hawks, Vince Carter, mun leggja skóna á hilluna eftir að 2019-20 tímabilið hefur verið leitt til lykta. Hefur hann þá leikið heil 22 tímabil í deildinni og er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem leikið hefur í henni á fjórum áratugum, 90, 00, 10 & 20.

Carter var gestur hjá öðrum fyrrum leikmönnum deildarinnar, Matt Barnes og Stephen Jackson í podcasti þeirra All the Smoke á dögunum. Þar var hann spurður út í hverjir væru bestu leikmenn allra tíma.

Nefndi Carter þrjá leikmenn sem honum tókst að spila á móti öllum á sínum feril. Bestan sagði hann fyrrum leikmann Chicago Bulls, Michael Jordan, en þá nefndi hann einnig fyrrum leikmann Los Angeles Lakers, Kobe Bryant og núverandi leikmann sama liðs, LeBron James, sem hina tvo af þremur bestu leikmönnum allra tíma.

Hægt er að hlusta á upptökuna í heild hér fyrir ofan, en umræðan um bestu leikmennina er að finna á 27. mínútu.