Bakvörðurinn Sigrún Björg Ólafsdóttir hefur ákveðið að halda vestur um haf og ganga til liðs við Chattanooga Mocs fyrir næsta tímabil. Mocs leika í SoCon hluta efstu deildar bandaríska háskólaboltans.

Sigrún lék upp alla yngri flokka og með meistaraflokki Hauka. Á síðasta tímabili skilaði hún 7 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá hefur hún einnig leikið með öllum yngri landsliðum og A landsliði Íslands.