Körfuknattleiksdeild KR hefur sagt Inga Þór Steinþórssyni upp störfum sem þjálfara meistaraflokks karla. Staðfesti félagið þetta í fréttatilkynningu fyrr í dag.  Félagið bauð Inga Þór starf yfirmanns körfuboltamála hjá KR, en Ingi Þór starfaði einnig sem yfirþjálfari yngriflokka KR.

Ingi Þór hefur afþakkað starfið, Körfuknattleiksdeild KR þakkar Inga Þór fyrir samstarfið sem þjálfari liðsins undanfarin tvö ár og óskar honum góðs gengis í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.

Ingi Þór tók á nýjan leik við KR fyrir 2018-19 tímabilið og gerði þá að Íslandsmeisturum, en það var annar titill hans hjá félaginu, sá fyrri árið 2000.