Undirskriftarpeninn er sjóðandi heitur á Akureyri þessa dagana en liðið hefur nú samið við níu leikmenn á stuttum tíma.

Á síðustu dögum hefur liðið endurnýjað samninga við átta unga leikmenn. Það eru þeir Kolbeinn Fannar Gíslason, Júlíus Orri Ágútsson, Einar Húmi Valsson, Róbert Orri Heiðmarsson, Andri Már Jóhannesson, Smári Jónsson, Ólafur Snær Eyjólfsson og Nóel Hjálmarsson.

Það er stór frétt fyrir Þórsara að endurnýja við Júlíus Orra Ágústsson sem hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu siðustu árin. Á síðustu leiktíð í Dominos deildinni var hann öflugur í liði Akureyrar sem kom mörgum á óvart með ágætu gengi í vetur.

Á heimasíðu Þórs Ak segir um leikmennina:

Júlíus Orri Ágústsson bakvörður og leikstjórnandi og fyrirliði Þórs í Dominos deildinni á liðnu tímabili. Júlíus spilaði alla 21 leikina með Þór í deildinni. 

Kolbeinn Fannar Gíslason er framherji og kom hann við sögu með Þór í flestum leikjum liðsins í Domino´s deildinni á síðasta tímabili.

Júlíus og Kolbeinn eiga báðir leiki að baki með yngri landsliðunum. 

Einar Húmi Valsson er framherji. Einar kom við sögu með Þór í átta leikjum í Domino´s deildinni en einnig spilaði hann með b liði Þórs í þriðju deildinni.

Róbert Orri Heiðmarsson spilar sem miðherji. Róbert kom við sögu í 12 leikjum með Þór í Domino´s deildinni en einnig spilaði hann með b liði Þórs í þriðju deildinni. 

Allir þessir leikmenn eru hluti 2001 árgangsins hjá Þór sem vann til fjölmargra titla í yngri flokkum. Árgangurinn þykir vera einn sá efnilegast á landsvísu. 

Andri Már Jóhannesson er 18 ára og spilar sem framherji, Ólafur Snær Eyjólfsson bakvörður verður sautján ára síðar á árinu, Nóel Hjálmarsson 17 ára gamall bakvörður og Smári Jónsson 19 ára gamall bakvörður. 

Smári Jónsson kom við sögu í sjö leikjum með Þór í Domino´s deildinni á síðasta vetri. 

Þórsarar eru enn þjálfaralausir en Lárus Jónsson lét af störfum fyrir nokkru og tók hann þá við nöfnum þeirra á Þorlákshöfn. Liðið hefur þó tryggt sér þjónustu Srdan Stojanovic á næstu leiktíð.