Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson var á dögunum valinn íþróttamaður ársins af Davidson háskólanum í Bandaríkjunum.

Jón hefur nú lokið glæstum feril sínum í skólanum, þar sem að hann fer í sögubækurnar sem einn besti leikmaður sögunnar. Var á síðasta tímabili valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 deildinni, sem og var hann á “AP Honorable Mention All American” listanum 2019.

Jón er eini leikmaður sögu skólans sem hefur skorað meira en 1000 stig, tekið 500 fráköst og gefið 500 stoðsendingar.