Halldór tekur við Snæfell

Snæfell hefur samið við Halldór Steingrímsson um að taka að sér þjálfun mfl. karla og kvenna, gerir hann tveggja ára samning við félagið. Halldór hefur í mörg ár verið viðloðinn íþróttir og þjálfun, og hefur hann menntun í íþróttastjórnun.

Í 17 ár starfaði hann fyrir kkd Fjölnis sem þjálfari og við önnur störf innan félagsins. Á síðasta ári var Halldór þjálfari mfl.kk hjá Sindra, Höfn, og yfirþjálfari yngriflokka. Þá er hann einnig aðstoðarþjálfari U20 landsliðs karla Íslands.