KR kynnti nýja þjálfara Dominos deildarliða sinna á blaðamannafundi á dögunum. Verður það Darri Freyr Atlason sem tekur við karlaliði félagsins af Inga Þór Steinþórssyni og Francisco Garcia sem tekur við kvennaliðinu af Benedikt Rúnari Guðmundssyni.

Spánverjinn Francisco Garcia hefur þjálfað lið í heimalandinu, bæði í efstu deild, sem og yngri landslið þjóðarinnar. Karfan ræddi við hann og spurði út í nýja starfið í Vesturbænum.