Fjölnir býður uppá körfuboltabúðir fyrir iðkenndur í sumar. Nýráðinn þjálfari hjá félaginu Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari verður yfirþjálfari búðanna í ár.

Fjórar vikur eru í boði frá 8. júní til 3. júlí. Tímabilin eru 8.-12. júní, 15.-19. júní, 24. – 28. júní og 29. – 3. júlí.

Tímasetningarnar eru eftirfarandi:

Árgangur 2005 og 2006 eru frá kl 16:00-17:30 og er verðið 9.900 fyrir eina viku, 29.700 kr fyrir allar fjórar vikurnar.

Árgangar 2007 og 2008 frá kl 14:30-16:00 og er verðið 7.900 fyrir eina viku og 23.700 fyrir allar fjórar vikurnar.

Árgangar 2009 til 2011 eru frá 13:00-14:30 og er verðið 4.900 fyrir eina viku og 14.700 fyrir allar fjórar vikurnar.

Ásamt Benedikt verða Bergdís Anna Magnúsdótti, Karl Ísak Birgisson, Sófus Máni Bender og Stefanía Tera Hansen meðal þjálfara.

Skráning á námskeiðin fer fram hér.