Vefréttin fékk þá Hörð Unnsteinsson, NBA grúskara og Andra Frey Arnarsson, Hjartaknúsara til sín í stúdíóið í hljómskálanum. 

Strákarnir fóru yfir nýjustu vendingar í Last Dance og NBA fregnir vikunnar. Svo smíðuðu þeir lista yfir 10 bestu hringjalausu leikmenn sögunnar. Tóku svo fyrir tímabilin 1994-1995 og 2006-2007. Hetjur, skúrkar, nýliðar og meistarar.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.