Boltinn Lýgur Ekki fékk Sigurbjörn Daða Dagbjartsson í heimsókn og ræddi við hann um Sportveituna, útvarp og podcastveitu sem fer af stað innan skamms, þar sem hann mun sjá um körfuboltaumræðu. Þá er einnig snert á nokkrum hitamálum frá síðasta tímabili í Dominos deild karla.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.