Á blaðamannafundi í morgun á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ tilkynnti Stjarnan að Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez hefðu verið ráðin sem aðstoðarþjálfarar Arnars Guðjónssonar í meistaraflokki karla.

Arnar Guðjóns þjálfari fagnaði ráðningunum og talaði um að þau kæmu öll með mismunandi styrkleika til borðsins. Þetta öfluga teymi ásamt leikmannahópnum ætlaði sér ekkert annað en Íslandsmeistaratitil á næsta ári.

Karfan spjallaði við Arnar um nýja þjálfarateymið.