Línur eru þessa dagana að skýrast með hvaða lið mæta til leiks í efstu tveimur deildum á næsta ári. Skráningu í deildirnar lýkur um mánaðarmótin og þá verður ljóst hvaða lið verða í deildunum.

Það hafa bæst við nokkur lið í 1. deild kvenna og ljóst að mörg lið ætla sér stóra hluti. Í vikunni var tekin ákvörðun að Ármann mun tefla fram liði í 1. deild kvenna. Félagið var síðast með í 1. deildinni árið 2018 en ætlar að mæta aftur til leiks í ár.

Það verður Karl H. Guðlaugsson sem stýrir liðinu en mikill uppgangur hefur verið hjá yngri flokkum félagsins síðustu ár og eru öflugar stúlkur að koma upp í meistaraflokk.

Ljóst er að Stjarnan mun einnig mæta til leiks í 1. deild kvenna og er von á fleiri liðum.