ESPN frumsýndi í gærkvöldi fyrstu tvo þættina í heimildaþáttaseríu um Michael Jordan. Bera þættirnir nafnið Last Dance og eru þeir að miklu leyti byggðir upp í kringum áður óðurséðar upptökur sem teknar voru á síðasta tímabili Jordan hjá Chicago Bulls, 1997-98.

Eins og tekið var fram voru þættirnir frumsýndir vestan hafs í gærkvöldi á ESPN, en urðu aðgengilegir á íslenska Netflix í morgun. Nokkrir dagar líða svo þangað til næstu tveir þættir koma, en áætlað er að tveir í viðbót verði aðgengilegir 26. næstkomandi.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvað nokkrar stjörnur höfðu að segja á samskiptaforritinu Twitter á meðan að þættirnir voru sýndir í gær.