Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar dagana 11.-16. ágúst næstkomandi á Sauðárkróki. Búðirnar eru fyrir stráka og stelpur sem fædd eru frá árinu 2002 til 2011.

Yfirþjálfari búðanna er Baldur Þór Ragnarsson, en honum til halds og trausts verða Finnur Freyr Stefánsson, Israel Martin og Árni Eggert Harðarson.

Allar frekari upplýsingar um skráningu og tilhögun er að finna hér fyrir neðan.