Úrslitakeppni hefur verið haldin í efstu deild kvenna um Íslandsmeistaratitilinn síðan árið 1993. Sigursælast lið á þessu tímabili er Keflavík með tólf titla, þar á eftir koma svo Haukar og KR með fjóra hvort og Snæfell með þrjá. Þá hafa Valur, Njarðvík, Grindavík og Breiðablik einn titil hvort.

Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni:

12 – Keflavík

4 – Haukar og KR

3 – Snæfell

1 – Valur, Njarðvík, Grindavík og Breiðablik

Vegna Covid-19 faraldursins var keppni aflýst í Dominos deild kvenna þetta tímabilið. Valur hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn, en úrslitakeppninn var alveg eftir. Því var ákvörðun tekin um að enginn Íslandsmeistari yrði krýndur þetta árið. Það mun því vera í fyrsta skipti síðan árið 1992 sem að engin úrslitakeppni er haldin, en hér fyrir neðan má sjá aðra áhugaverða hluti sem gerðust eða einkenndu árið.

Davíð Oddsson var Forsætisráðherra

Íþróttafélagið Hamar var stofnað í Hveragerði

Karlakórinn Hekla var frumsýnd

Helena Sverrisdóttir var fjögurra ára

End of the Road með Boyz II Men var vinsælasta lag ársins

Danir urðu Evrópumeistarar í knattspyrnu

Silence of the Lambs var valin besta mynd ársins á Óskarsverðlaununum

Barney and Friends hóf göngu sína á PBS

Kurt Cobain gekk að eiga Courtney Love

Ísland undirritaði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið