Nýliðar Hattar í Dominos deild karla hafa framlengt samningi sínum við framherjann David Guardia Ramos.

Ramos, sem er spænskur að uppruna, kom til félagsins fyrir þar síðasta tímabil, 2018-19. Vegna meiðsla spilaði hann lítið það tímabil, en skilaði 12 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik á því síðasta.