Pétur Már Sigurðsson mun halda áfram sem þjálfari Vestra í 1. deild karla á næsta tímabili, en félagið tilkynnti að samningur Péturs hefði verið framlengdur á heimasíðu sinni í dag.

Pétur tók við Vestra síðasta sumar og undir hans stjórn hafði liðið tryggt sér þátttökurétt í úrslitakeppni 1. deildar og unnið sjö af átta síðustu leikjum, áður en keppni í 1. deild var aflýst í síðasta mánuði vegna þess faraldurs sem nú geysar af völdum COVID-19 kórónaveirunnar.