New York Knicks hafa ekki átt sjö dagana sæla í NBA deildinni á síðustu árunum. Hefur þeim gengið bæði frekar illa á leikmannamarkaðinum, sem og í nýliðavalinu. Niðurstaðan sú að liðið hefur aðeins fimm sinnum komist í úrslitakeppnina frá aldamótum, síðast tímabilið 2012-13.

Liðið, með Leon Rose sem nýjan framkvæmdarstjóra, vonar þó nú að það geti snúið hlutunum við með því að næla sér í stjörnuleikmann í gegnum félagaskipti. Samkvæmt Ian Begley hjá SNY vilja forráðamenn félagsins nú halda því fram að þeir séu í ótrúlega góðri stjörnu til þess að ná í stjörnu sem er óánægð hjá sínu liði.

Leiðin ekki sú versta sem félagið getur farið, miðað við hversu mikil völd leikmenn hafa í dag til þess að krefja félög sín um félagaskipti. Til þess að nefna nokkra, þá hafa Kyrie Irving, Kawhi Leonard, Jimmy Butler, Kristaps Porzingis og Anthony Davis allir náð að krefjast félagaskipta frá því árið 2017.

Knicks ekki tekist að velja þessa stjörnu sem þeim vantar í nýliðavalinu og þá hafa samningslausir stjörnuleikmenn einnig hafnað þeim á síðustu árum. Vandræði sem kórónuðust kannski í því þegar að Kevin Durant og Kyrie Irving sömdu báðir við “litla” liðið í New York, Brooklyn Nets, síðasta sumar.