Fari svo að tímabilið í NBA deildinni fari aftur af stað, mun vera 25 daga gluggi þar sem að liðin og leikmenn þeirra fá tækifæri til þess aðundirbúa sig. Samkvæmt Brian Windhorst hjá ESPN munu þessir 25 dagar skiptast niður í 11 daga sem leikmenn fá til einstaklingsæfinga og 14 daga æfingabúða með liði.

Tímabilinu var upphaflega frestað þann 11. mars síðastliðinn vegna Covid-19 faraldursins. Framkvæmdarstjóri deildarinnar, Adam Silver, sagði að ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en í maí varðandi hvort eða hvernig deildin myndi fara að því að endurvekja tímabilið.

Þá sagði Silver einnig það ekki vera ljóst hvort að deildin myndi klára þá leiki sem eftir voru af deildarkeppni tímabilsins, eða hvort það yrði farið beint í úrslitakeppnina.