Eftir umræður síðustu viku, um mínútufjölda heimamanna, fannst undirritaðri áhugavert að skoða hvaðan mínúturnar eru að koma. Hvaða uppeldisfélög eru það sem eru að skila af sér flestum mínútum? Hvaða félög eru að gera vel miðað við stöðu í deildinni? Eru einhver félög sem ættu að vera gera betur miðað við stöðu í deildinni? Eru einhver félög sem koma á óvart?


Hér fyrir neðan má sjá stöplarit frá Dominos-deildunum þar sem búið er að skrá niður mínútufjölda uppeldisfélaga allra liðanna í deildinni. Þessi tölfræði er byggð á skráningu leikmanna á vef KKÍ.

Líkt og sjá má á samantektinni hér fyrir neðan er það KR sem skilar flestum mínútum uppaldra leikmanna í Dominos deild karla, en Keflavík í Dominos deild kvenna. Séu mínútur beggja deilda lagðar saman, eru það þó Haukar sem skila flestum heildarmínútum uppaldra leikmanna í deildunum tveimur.

Dominos deild kvenna:

Dominos deild karla:

Samantekt / Kristjana Eir Jónsdóttir