Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Akureyri í Dominosdeild karla hefur sagt upp störfum. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs.

Þórsarar voru í fallsæti þegar að deildinni var frestað en héldu sæti sínu í deildinni eftir ákvarðanir KKÍ um lok tímabilsins. Þór byrjaði síðasta vetur illa en óx heldur betur ásmegin eftir því sem leið á vorið og voru ekki tölfræðilega fallnir.

Aðspurður sagðist Lárus vera að flytja ásamt fjölskyldu sinni suður á bóginn til þess að vera nær stórfjölskyldunni.