Skallagrímur birti í morgun tilkynningu þess efnis að þau hefðu endursamið við Keiru Robinson. Hún mun því spila í Borgarnesi enn á ný á næsta tímabili.

Keira Robinson átti geggjað tímabil með Skallagrími á seinasta keppnistímabili. Hún lék aðalhlutverk fyrir liðið sitt og átti stóran þátt í að tryggja því bikarmeistaratitil í fyrsta skipti í sögu félagsins en í bikarúrslitaleiknum var hún valin maður leiksins.

Hún var einn besti leikmaður Domino´s deildarinnar með 24,1 stig, 8,6 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún spilaði þ.a.a. nær allar mínútur í öllum leikjum Skallagríms og hvíldi aðeins rúmar 40 mínútur af 960 mínútum sem voru í boði í deildarkeppninni. Mikill íþróttamaður þar á ferð og ljóst hve mikilvæg hún er fyrir Skallagrím.

Skallagrímur lýsir yfir mikilli ánægju með samninginn og hlakkar til að fá hana aftur í Borgarnes.