Keflavík tilkynnti í kvöld að félagið hafi samið við þrettán leikmenn og tvo liðsins frá síðasta tímabili.

Munu Jón Halldór Eðvaldsson og Hörður Axel Vilhjálmsson þjálfa liðið áfram á næsta tímabili, sem og verður lykilleikmaður þeirra Daniela Wallen Morillo vera áfram. Morillo skilaði 25 stigum, 13 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik með liðinu á síðasta tímabili, en þegar að tímabilinu var aflýst voru þær í þriðja sæti Dominos deildarinnar.

Hinar tólf sem Keflavík samdi við áfram eru:

Katla Rún Garðarsdóttir
Erna Hákonardóttir
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir
Emelía Ósk Gunnarsdóttir
Kamilla Sól Viktorsdóttir
Elsa Albertsdóttir
Eydís Eva Þórsidóttir
Anna Ingunn Svansdóttir
Edda Karlsdóttir
Sara Lind Kristjánsdóttir
Eva María Davíðsdóttir
Hjördís Lilja Traustadóttir