Líkt og mörg önnu félög mun Keflavík eiga við vandræði í rekstri sem fylgja heimsfaraldri Covid-19. Til þess að bregðast við því tekjutapi sem fylgir því að liðið fái enga heimaleiki í úrslitakeppninni hafa þeir brugðið á það ráð að selja miða á sýndaleiki í úrslitakeppninni, boli með mynd af Keflavíkurhraðlestinni og kvöldverði með sérfræðingum og goðsögnum félagsins í gegnum Karolinafund.

Allar frekari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan.

Hér er hlekkur á söfnunina á Karolinafund

Fréttilkynning:

Nú snúum við vörn í SÓKN. Við höldum ótrauð áfram í baráttu okkar um að vera fremst meðal jafningja.

Til að bregðast við tekjutapi höfum við ýtt úr höfn Karolinafund söfnun þar sem hægt er að styrkja okkur með hinum ýmsu leiðum. ALLIR sem styrkja tryggja sér aðgang að Upprisuhátíðinni sem Körfuknattleiksdeildin mun standa fyrir við FYRSTA tækifæri

Til sölu eru sýndarmiðar á leiki í úrslitakeppnum kvenna- og karlaliðs okkar en eins og flestir vita fór sú keppni ekki fram. Liðin í deildinni hafa staðið fyrir svipuðum sýndarmiðasölum og herma fregnir að söluhæsti sýndarleikurinn hafi náð um 2000 (ekki)áhorfendum. Við stefnum á 2500!

Þar að auki verður hægt að fjárfesta í Hraðlestarbolum og hinum veglegu Stuðningsmannabolum ef það er það sem fólki hugnast meira og að sjálfsögðu verða stærri pakkar í boði þar sem árskort á næsta tímabili fylgja með í kaupum og rúsínan í endanum er kvöldverðarboð með Keflavíkursérfræðingunum Jonna og Sævari og Keflavíkurgoðsögn þar sem Örn Garðarsson matreiðslumeistari töfrar fram veislu eins og honum einum er lagið.