Helena Sverrisdóttir leikmaður Vals og íslenska landsliðsins var gestur í síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki. Í þættinum fór hún yfir ferilinn til þessa, stöðuna í dag og framtíðina.

Helena fór um víðan völl í viðtalinu. Tók fyrir atvinnumennskuna, háskólaferilinn, hvernig var að koma heim og margt fleira.

Helena hefur ýmislegt gott að segja um metnaðinn og starfið á Hlíðarenda á en á sama tíma hefur hún áhyggjur af stöðu kvennakörfunar nú á tímum Covid-19.

Hún segir til dæmis: “Það er verið að ströggla, nú þegar, áður en þetta tímabil sem er núna í gangi byrjar”. Hún talar um að vera hreinlega hrædd um stöðu kvennakörfunnar á Íslandi en einnig hjá stórum deildum eins og Euroleague og WNBA. Hún minnir á að styrkir til kvennaíþrótta eru yfirleitt það fyrsta sem fer þegar fyrirtæki fara að draga saman seglin í styrkjamálin.

Viðtalið við Helenu er hægt að nálgast í heild hér, sem og inni á iTunes, en umræðuna um núverandi tíma má finna á 01:03:00.