Fjölnir tilkynnti í gær á Facebook-síðu sinni að Halldór Karl Þórsson hefði samið um verða þjálfari meistaraflokks kvenna og karla og yfirþjálfari yngri flokka þar að auki.

Halldór Karl hefur þjálfað meistaraflokk kvenna undanfarin tvö ár og var á seinasta tímabili aðstoðarþjálfari Fals Harðarsonar hjá meistaraflokki karla, en leiðir Fals og Fjölnis skildu fyrir nokkrum vikum.

Fjölnislið kvenna mun spila í Dominosdeildinni á næsta tímabili eftir að þær enduðu í efsta sæti fyrstu deildar kvenna. Fjölnislið karla mun spila í fyrstu deildinni eftir að þeir enduðu í neðsta sæti úrvalsdeildar karla.

Eins og kemur fram í fréttatilkynningunni hjá körfuknattleiksdeild Fjölnis munu áherslur stjórnar og Halldórs Karls verða kynntar á næstu vikum.

Fjölnir körfuboltadeild hefur samið við Halldór Karl ÞórssonFjölnir körfuboltadeild og Halldór Karl Þórsson hafa samið…

Posted by Fjölnir Karfa on Saturday, April 11, 2020