Bikarmeistarar Skallagríms hafa gengið frá samningi við Guðrúnu Ósk Ámundadóttur um að stýra liðinu áfram á næstu leiktíð. Guðrún sem er uppalin í Borgarnesi tók við liðinu fyrir ári síðan og náði heldur betur árangri á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfara.

Skallagrímur lyfti fyrsta bikarmeistaratitli félagsins undir hennar stjórn auk þess sem hún endaði í fjórða sæti Dominos deildarinnar þegar hún var flautuð af vegna Covid 19.

Félagið tilkynnti þetta á Facebook síðu sinni fyrr í dag og segir þar: „Mikil ánægja er með að hafa Guðrúnu áfram við stjórnvölin og eftirvænting í loftinu fyrir næsta tímabili.“