Fjölnir hefur náð samkomulagi við Friðrik Inga Rúnarsson um að þjálfa nýliða þeirra í Dominos deild kvenna á komandi tímabili.

Friðrik kemur til liðsins eftir að hafa verið með með Þór í Dominos deild karla á síðasta tímabili, en áður hefur hann einnig þjálfað hjá Keflavík, Grindavík og uppeldisfélag sitt í Njarðvík.

Tekur Friðrik við starfinu af Halldóri Karli Þórssyni, sem þjálfaði liðið í fyrstu deildinni á liðnu tímabili. Vann Halldór fyrstu deildina með liðinu og kom því upp með ákvörðun sem tekin var eftir að tímabili og úrslitakeppni í deildinni var aflýst á dögunum.

Fréttin er apríl gabb.

Blaðamenn Körfunnar gengu fullkomlega á lagið þegar Fjölnir henti í gott aprílgabb. Við hlupum algjörlega 1. apríl og því ljóst að Friðrik Ingi tekur ekki við Fjölni og mun Halldór Karl stýra liðinu áfram.