Miðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir mun gangast til liðs við North Alabama Lions fyrir næsta tímabil. Lions leika í Atlantic Sun hluta efstu deildar bandaríska háskólaboltans.

Eygló hefur til þessa leikið upp alla yngri flokka KR, sem og með meistaraflokki félagsins. Þá var hún á síðasta tímabili með liði Fjölnis í fyrstu deildinni, en liðið vann deildina og mun leika í Dominos deildinni á næsta tímabili. Eygló skilaði 10 stigum og 7 fráköstum á 24 mínútum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Þá hefur hún einnig leikið með yngri landsliðum Íslands.