Leikmaður íslenska landsliðsins og Boras Basket, Elvar Már Friðriksson, var valinn bakvörður ársins í Svíþjóð af þjálfurum, fyrirliðum og fjölmiðlum.

Elvar átti einkar gott tímabil á sínu fyrsta í deildinni. Skilaði 17 stigum, 3 fráköstum og 8 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá var liðið einnig krýnt Svíþjóðarmeistarar eftir að tímabilinu þar var aflýst, þar sem að liðið var með flesta sigra það sem af var tímabili.