Keflavík hefur á nýjan leik samið við hinn breska Deane Williams.

Williams er 23 ára framherji sem kom til liðsins fyrir síðasta tímabil og var einn af betri leikmönnum deildarinnar á leiktíðinni. Skilaði 16 stigum, 10 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 vörðum skotum að meðaltali í leik.

Mun leikmaðurinn vera sá annar sem félagið staðfestir að komi aftur á jafn mörgum dögum, en í gær tilkynntu þeir að hinn litháíski Dominykas Milka verði áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð.

Þegar að tímabilinu var aflýst vegna Covid-19 heimsfaraldursins var Keflavík í öðru sæti deildarinnar, ennþá með möguleika á að vinna deildarmeistaratitilinn.